Shot Notes
Ég er fyrir lifandi löngu vaxinn upp úr því að kaupa og skjóta upp flugeldum. Ætli síðustu leifarnar af því hafi ekki rjátlast af mér fyrstu áramótin mín í höfuðborginni. Nú orðið læt ég mér nægja að fylgjast með flugeldamaníunni sem heltekur íbúa Mosfellsbæjar þar sem ég eyði gamlárskvöldi í góðra vina hópi. Ég hef sjaldnast nennt að taka myndir af flugeldunum því ég hef ekki haft fyrir því að taka með mér þrífót en núna ákvað ég að prófa hvernig nýja myndavélin standi sig handheld við þessar aðstæður.