Shot Notes
Á Rifi og Hellissandi er stærsta kríuvarp landsins. Undanfarin tíu ár eða svo hefur krían átt erfitt enda lítið um fæði og varpið því gengið illa. En í ár horfið öðru vísi við. Það virðist vera nóg af fæði enda sér maður kríuna fara hverja ferðina á fætur annari með síli í kjaftinum og ungarnir eru að verða ansi pattaralegir.