Á toppnum 18th May 2019

No EXIF information available.
image

Shot Notes

Á toppnum

Í september 2017 fékk ég mjög hressilega lungnabólgu, svo hressilega að ég lá inn á spítala í 10 daga á meðan það var verið að ná tökum á henni. Þó þolið hafi ekki verið gott fyrir þá gjörsamlega hvarf það við þetta og átti ég meira að segja í erfiðleikum með að labba út í búð þó það sé ekki nema rétt rúmur kílómeter þangað og heim aftur. Ég dreif mig því í að fara að ganga til að koma mér í lag aftur og byrjaði bara á því að labba um Breiðholtið. Svo fór ég smám saman að færa mig upp í brekkur og varð Úlfarsfellið fyrst fyrir valinu. Það voru ófá stoppin sem ég þurfti til að kasta mæðinni í þessum fyrstu ferðum upp á Úlfarsfellið en upp fór ég og þolið batnaði með hverri ferðinni.

Það var svo fyrir ári síðan sem ég gerði fyrstu atlöguna við hinn víðfræga Stein í Esjunni en varð að játa mig sigraðan þegar ég átti um 1/3 eftir enda var ég orðinn eins og götótt sekkjapípa, móður og másandi með tunguna lafandi út eins og hundur. Áfram var gengið um sumarið og farið lengra og hærra. Það var svo í október sem ég gerði næsti atlögu að Steininum og upp hafðist ég í það skiptið. Síðan þá eru ferðirnar þangað upp orðnar rúmlega 10.

En ég lét þetta ekki duga. Dellan var orðin algjör og tindarnir urðu hærri og meiri með hverri göngunni liggur við. Botnsúlur voru gengnar á vormánuðum og svo var akrað upp á Eyjafjallajökul. Og svo kom sá stóri. Hátindur Hrútsfjallstinda í Vatnajökli skildi sigraður og upp hafði ég mig. Það var frost og snjóbylur þegar á toppinn var komið og þá endar maður svona útlits.

Comments are closed.