No EXIF information available.
image

Shot Notes

Snæfellsjökull

Í nokkur ár hefur það verið draumur minn að ganga upp á Snæfellsjökul. Nú í sumar rættist það loksins. Ég sá auglýsta sólstöðugöngu í gönguhópnum mínum og ég hreinlega gat ekki sleppt henni. Gengið var af stað upp úr kl 9 á föstudagskvöldi og vorum við komin upp á topp um miðnætti. Það var múgur og margmenni þarna uppi og nýttu ferðalangar sér hina ýmsu ferðamáta til að komast upp og svo niður aftur, snjóbíl, snjósleða, fjallaskíði og svo bara tvo jafnfljóta.

Útsýnið á toppnum var alveg geggjað eins og sjá má á myndinni.

Comments are closed.