Shot Notes
Ég ákvað að fá mér göngutúr í góða veðrinu í dag og rölti því niður í miðbæ. Myndavélin fékk að fljóta með og nokkrar myndir voru teknar. Sú sem að stóð upp úr er sú sem hér birtist. Mér finnst vera eitthvað svo skemmtileg ró yfir myndinni og skiltið við bekkinn setur punktinn yfir i-ið.