Andstæður 25th August 2012

No EXIF information available.
image

Shot Notes

Andstæður

Um síðustu helgi rölti ég í bæinn og rakst þar á þessar “vel” klæddu konur. Þetta var hluti af appelsínugula deginum sem er viðburður á vegum UN Women og er ætlað að minna á réttindabaráttu kvenna. Ég smellti af nokkrum myndum en það sem heillaði mig hvað mest við þessa mynd eru andstæðurnar í henni. Annars vegar höfum við konurnar í burkunum utan við gluggann og svo gínurnar í tískufatnaðinum innan hans. Ég veit ekki með ykkur en svona andstæður fá mig til að hugsa aðeins um hlutina.

Comments are closed.