Gunnar Gunnarson heiti ég og er maður með ljósmyndaáhuga. Ég er búinn að vera að dunda mér við það síðastliðin 6-7 ár að taka ljósmyndir og síðustu 3 ár hef ég verið að taka grunndeild fjölmiðla- og upplýsingagreina í fjarnámi frá Tækniskólanum. Mögulega tek ég það svo alla leið í náinni framtíð og klára ljósmyndunina í Tækniskólanum og get þá loksins (löglega) farið að kalla mig ljósmyndara.
Þær myndir sem ég hef mest gaman af eru landslagsmyndir og myndir sem segja sögu. Oft eru skemmtilegustu myndirnar að mínu mati ekki endilega þær myndir sem eru tæknilega fullkomnastar heldur eru það myndir sem snerta mig á einhvern hátt, hvort sem það er eitthvað á myndinni sem heillar mig eða sagan á bakvið hana.
Hér á þessari síðu veljast myndirnar inn út frá þessum skilgreiningum, þ.e. þetta eru myndir sem á einhvern hátt heilla mig. Þær eru ekki endilega tæknilega fullkomnar en þær segja allar einhverja sögu eða að það er einhver sérstök saga á bakvið hana. Ég reyni eftir fremsta megni að útskýra hvað það er við myndina sem grípur mig eða þá söguna á bakvið hana.
Vonandi njótið þið vel og munið, ef þið viljið fá að nota myndir af þessari síðu á einhvern hátt hafið þá bara samband við mig og spyrjið mig. Ég met svo í hverju tilfelli fyrir sig hvort ég gefi leyfi fyrir notkuninni eða hvort ég fari fram á greiðslu. Netfangið hjá mér er neddi [hjá] simnet.is.