No EXIF information available.
image

Shot Notes

Lundi í Látrabjargi

Svona til að koma þessu ljósmyndabloggi af stað fær þessi mynd að fara inn sem fyrsta mynd. Myndin er af lunda í Látrabjargi. Ég tók myndina um Hvítasunnuhelgina en þá var ég staddur á Patreksfirði á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg. Ég gerði mér ferð út í bjarg ásamt tveimur félögum mínum og á meðan þeir löbbuðu upp á bjargið var ég bara að sníglast við vitann. Þar tók ég eftir því að mikið af lunda var í bjarginu og var hann það spakur að ég gat nálgast hann mjög vel og náði því þetta góðum myndum.

Comments are closed.