No EXIF information available.
image

Shot Notes

Kanadíska frænkan

Fyrr á árinu var hringt í pabba og hann spurður að því hvort hann vildi leyfa frænku sinni frá Kanada gista hjá sér í smá tíma um sumarið. Hann rak í rogastans því hann kannaðist ekkert við að eiga frændfólk í Kanada. Þegar farið var að skoða málið betur kom í ljós að þetta var jú satt, hann ætti skildfólk í Kanada og ein stelpan í fjölskyldunni væri á leið til landsins að taka þátt í svokölluðu Snorra verkefni og vantaði að fá að gista hjá einhverjum skildfólki sínu í sumar. Það fór svo að mamma og pabbi tóku stelpuna að sér í sumar fengu að kynnast henni. Ég var síðan svo heppinn að hún kom austur á Seyðisfjörð þegar ég var þar um daginn þannig að ég fékk að kynnast aðeins þessari dularfullu frænku frá Kanada. Hér er hún með Nikulási, bróðursyni mínum.

Comments are closed.