Mávurinn 11th August 2012

No EXIF information available.
image

Shot Notes

Mávurinn

Ég átti smá erindi út í garð fyrr í dag sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að um leið og ég stíg út fyrir tek ég eftir því að mávur liggur mjög makindalega á stéttinni undir stofuglugganum hjá mér. Það fyrsta sem ég hugsaði var náttúrulega að ná í myndavélina og smella af nokkrum myndum af honum áður en ég fór að huga að honum. Hann var alveg ótrúlega spakur og hreyfði sig ekki fyrr en ég var í kannski hálfs meters fjarlægð frá honum og þá stóð hann bara upp og labbaði út í horn. Líklega amar eitthvað að honum. Ég var varla fyrr kominn upp en að kettirnir komu líka og þeim langaði alveg óstjórnlega mikið í smá hasar. Ég mátti hafa mig allan við til að halda þeim frá fuglinum og á endanum kom ég þeim inn og lokaði öllum hurðum og gluggum.

Comments are closed.