Shot Notes
Ég skrapp aðeins um helgina á Þingvelli með vinkonu minni og dóttur hennar. Tilgangur ferðarinnar var að fanga haustlitina sem komnir eru á Þingvöllum. Ekki er hægt að haustið hafi svikið okkur í þessari ferð, pínu kalt en að öðru leyti gott veður og litirnir alveg hreint magnaðir. Eins og sést á þessari mynd er samspil haustlitanna í lynginu og trjánum, græna mosans og hrjúfa hraunsins stórkostlegt og vel þess virði að gera sér ferð þangað til að mynda eða bara dást að.