Shot Notes
Ég þurfti að skreppa til London um daginn. Ég var þar í eina viku á námskeiði og ég var svo heppinn að námskeiðið var haldið í þarnæsta húsið við Tower bridge í London. Ég fékk mér því göngutúr eitt kvöldið og tók nokkrar myndir af brúnni og Tower of London sem er þarna rétt hjá. Ég var nokkuð ánægður með útkomuna á þessari panorama mynd og þá ekki síst af því að ég tók þetta handheld í rökkrinu.