Gamla Stan 17th June 2013

No EXIF information available.
image

Shot Notes

Gamla Stan

Ég var yfir helgi um daginn í Stokkhólm. Ég þurfti að fara þangað til að fara á fund en mér gafst tími á föstudeginum til að rölta aðeins um gamla bæinn, Gamla Stan, og smella af nokkrum myndum. Meðal þess sem ég rakst á þar var þetta húsasund og vespan sem var neðst í því. Mér fannst þetta það flott “uppstilling” að ég varð að smella af einni mynd af þessu. Annars er Gamla Stan það flott að ég hvet alla sem eiga leið til Stokkhólm að fá sér göngutúr um hverfið.

Comments are closed.