Wannsee 22nd June 2013

No EXIF information available.
image

Shot Notes

Wannsee

Í þessu húsi kom hópur manna saman að morgni dags 20. janúar, 1942, til fundar. Eftir staðgóðan morgunverð hófst fundur undir stjórn Reinhard Heydrich og var fundarefnið gyðingavandamálið svokallaða. Þarna skipulögðu þessir háu herrar þriðja ríkis Hitler helförina og hvernig “hentugast” væri fyrir þriðja ríkið að losa sig við gyðingana. Í húsinu er í dag safn tileinkað helförinni og meðal þess sem er þarna til sýnis er fundargerðin frá þessum örlagaríka fundi. Safnið er reyndar sett þannig upp að í fyrstu herbergjunum er farið yfir það hvernig gyðingahatrið og rasismi almennt magnaðist upp í Evrópu á síðasta aldarfjórðung nítjándu aldarinnar. Það er svo farið yfir grimmdarverk nasistanna fram að Wannsee fundinum, eins og t.d. hvernig gyðingunum var til að byrja með safnað saman í gettóum víða um Evrópu. Í lokin er svo dauðabúðunum gerð góð skil og þann hrylling sem þar fór fram en sem dæmi má nefna að í Treblinka myrtu Þjóðverjar um 900 þúsund gyðinga á 14 mánuðum. Það var mjög áhrifaríkt að labba í gegnum safnið og reglulega langaði mig til að öskra á myndirnar sem ég var að skoða og textann sem þeim fylgdu. Ég var bókstaflega með tárin í augunum í gegnum allt safnið og á endanum gafst ég upp í miðjum dauðabúðahlutanum og dreif mig bara út. Ég hreinlega gat ekki meir.

Comments are closed.