No EXIF information available.
image

Shot Notes

Firecatcher

Eitt kvöldið í Berlín, eftir að hafa verið á ferðinni allan daginn, vorum við á leiðinni framhjá Victoria Park til að koma okkur heim í íbúð. Allt í einu heyrðum við gítarspil og sáum undarlegan bjarma inn í garðinum. Forvitnin tók öll völd og við röltum inn í garð til að athuga hvað væri í gangi. Þar reyndust vera á ferð listamenn að æfa sig eða hreinlega að skemmta sér og öðrum með því að spila á gítar og leika allskonar æfingar með tvö prik sem loguðu í endana. Það var nokkuð tilkomu mikil sjón að sjá þetta hjá þeim og að sjálfsögðu stóðst ég ekki mátið að reyna að ná nokkrum myndum af þeim.

Comments are closed.