Ylja 11th July 2013

No EXIF information available.
image

Shot Notes

Ylja

Um síðustu helgi ákvað ég að kíkja á útihátíðina Rauðasand Festival sem haldið er á Rauðasandi á sunnanverðum Vestfjörðum. Ég fylgdist vel með veðurspánni dagana áður en ég hélt af stað og sá að það ætti að vera nokkuð stífur vindur en ekkert sem ætti að valda einhverjum vandræðum. Það varð hins vegar ekki raunin heldur brast á með þvílíka storminum að þegar leið á föstudag var ákveðið að pakka öllu saman og hátíðin flutt yfir á Patreksfjörð þar sem hátíðargestir fengu inni í skólanum og tónleikarnir færðir á Sjóræningjahúsið. Heilmikið fjör var á tónleikunum þrátt fyrir erfiðleikana sem voru búnir að vera um daginn. Þannig að þægileg ferð á litla krúttlega útihátið breyttist skyndilega í heilmikið ævintýri sem seint mun gleymast.

Comments are closed.