Kjölur 27th July 2013

No EXIF information available.
image

Shot Notes

Kjölur

Þegar ég skipti um mótorhjól í vor var það ekki síst svo ég hefði möguleika á því að fara óhefðbundnari leiðir. Það rættist loksins um daginn þegar ég fór í mína fyrstu hálendisferð á mótorhjóli. Ég hafði skroppið norður á Akureyri með tveimur góðum vinum og þar sem veðrið var afskaplega gott þegar við lögðum af stað heim var ákveðið að renna Kjöl. Við fengum alveg fínasta veður, fyrir utan svolítið hraðskreiða golu, á leiðinni til Hveravalla en svo tók við þoka og rigning. Þrátt fyrir þokuna var þetta alveg frábær ferð og sérstaklega gaman að vera búinn að fara upp á hálendið loksins á hjóli.

Comments are closed.