Shot Notes
Í gærkvöldi var Bjartmar Guðlaugs að spila í Frystiklefanum á Rifi. Við ákváðum að skella okkur á tónleika og þar sem öllum langaði í bjór var ákveðið að rölta bara frá Hellissandi yfir á Rif. Á heimleiðinni var svo alveg ótrúlega fallegt að sjá jökulinn þannig að ég stóðst ekki mátið að taka mynd af systkinunum, Olgu og Júlla, með jökulinn í bakgrunni.