No EXIF information available.
image

Shot Notes

Guinness - the black stuff

Nánast frá því að ég smakkaði Guinness í fyrsta sinn hef ég gjörsamlega elskað þennan drykk. Það hefur samt pirrað mig aðeins að vita til þess að Guinness verksmiðjan framleiði hinar ýmsu tegundir af bjór umfram hinn hefðbundna Guinness. Það var því ekki spurning þegar farið var að skipuleggja ferð á tónleika í Dublin að kíkja í skoðunarferð í Guinness Storehouse og þá dugði ekki minna en Connoisseur Experience þar sem farið var í gegnum söguna á bakvið Guinness veldinu auk þess sem að við fengum að smakka fjórar mismunandi tegundir af Guinness og vorum svo leystir út með 2 tegundir í viðbót að gjöf. Á flugvellinum á leiðinni heim náðum við svo að smakka eina tegund til viðbótar og endaði ég því á að smakka 6 tegundir af Guinness sem ég hafði ekki smakkað áður, geri aðrir betur.

Comments are closed.