Fastur 9th December 2012

No EXIF information available.
image

Shot Notes

Fastur

Vinkona mín var að vinna á Grænlandi í sumar. Þar kynntist hún grænlenskri stelpu sem kom í heimsókn núna rétt fyrir jól. Ég bauð fram krafta mína við að sýna henni aðeins af landinu og var því brunað af stað einn sunnudagseftirmiðdag til að sýna stelpunni hvernig Ísland lítur út. Ekki tókst þó betur til en svo að bíllinn festist og þurftum við á aðstoð að halda við að losa okkur. Sem betur fer kom afskaplega hjálplegt fólk á stórum jeppa að okkur og dró Ófeig lausan þannig að við gátum haldið heim á leið.

Comments are closed.